top of page

SAMSTÍGA - FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ OG RÁÐGJÖF
Fagleg aðstoð við að takast á við ýmis verkefni sem fjölskyldunni geta mætt. Fjölskyldumeðferð er ætluð bæði fjölskyldum og einstaklingum.

“Out of your vulnerabilities will come your strength”
Sigmund Freud
UM FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ
Í fjölskyldumeðferð er litið svo á að vandi einstaklingsins hafi áhrif á alla fjölskylduna en einnig að fjölskyldan hafi áhrif á einstaklinginn.
Getur verið að samskipti innan fjölskyldunnar séu erfið? Hefur fjölskyldan nýlega gengið í gegnum erfiðleika? Er kominn upp vandi í parsambandi? Eru hegðunarerfiðleikar eða vanlíðan til staðar hjá börnunum? Hefur þú þörf fyrir að skilja betur hvaða áhrif þinn uppruni hefur haft á þig? Allt þetta, og margt fleira, á erindi í fjölskyldumeðferð.
HAFÐU SAMBAND
bottom of page