top of page

SAMSTÍGA
FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ OG RÁÐGJÖF

Image by Javier Allegue Barros

SAMSTÍGA

Hjá Samstíga er boðið upp á fjölskyldumeðferð sem og náms- og starfsráðgjöf og/eða ráðgjöf vegna skólagöngu barna á grunnskólaaldri.
Stofnandi Samstíga er Anna Jóna Guðmundsdóttir, fjölskyldufræðingur og náms- og starfsráðgjafi. Hún hefur lengi haft áhuga á að vinna með fjölskyldum og einstaklingum í að átta sig á eigin hindrunum og takast á við þær. Þess vegna stofnaði hún Samstíga.
Meginmarkmið Samstíga er að styrkja fjölskyldur og einstaklinga í því að takast á við hin ýmsu vandamál fjölskyldunnar ásamt því að efla samskiptahæfni og tengsl fjölskyldumeðlima.
Anna Jóna er líka náms- og starfsráðgjafi og hefur góða reynslu af því að vinna með börnum, unglingum og fullorðnum á því sviði. Nám og störf geta haft mikil áhrif á lífið en þar geta oft legið margar hindranir. Hjá Samstíga er því líka hægt að fá ráðgjöf varðandi nám- og starfsferil.

Anna%252520J%2525C3%2525B3na%252520VI%2525202021_edited_edited_edited.jpg

Um Önnu Jónu

Anna Jóna hefur um 12 ára starfsreynslu í grunnskóla. Þar hefur hún starfað bæði sem kennari og náms- og starfsráðgjafi. Hún hefur mikla reynslu af að vinna með fjölskyldum, börnum og ungmennum. Einnig hefur hún reynslu af því að veita náms- og starfsráðgjöf til fullorðinna.

Árið 2018 hóf hún nám í fjölskyldumeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands. Á námstímanum tók hún viðtöl við pör, einstaklinga og fjölskyldur. Hún lauk náminu vorið 2020 og hefur boðið upp á viðtöl síðan þá. Hún ákvað í kjölfar námsins að stofna Samstíga.

bottom of page