
NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF
Hefur þig lengi dreymt um að fara í nám eða skipta um starf en veist ekki hvaða skref þú þarft að taka? Ertu jafnvel nú þegar í námi og átt erfitt með að ná utan um lærdóminn? Standa aðrar hindranir í vegi fyrir því að þú finnir ánægju á náms- eða starfsferli? Náms- og starfsráðgjöf gæti þá hentað þér vel. Þar færðu faglega aðstoð við að greiða úr flækjum, ná áttum, finna styrkleika og vinna úr hindrunum.
Gengur barninu þínu illa að fóta sig í skólanum sínum? Stendur það illa félagslega eða jafnvel námslega? Ert þú ráðalaus og átt erfitt með að átta þig á því hvaða þjónusta er í boði? Hjá Samstíga er hægt að fá ráðgjöf varðandi grunnskólagöngu barna. Hægt er að panta viðtal þar sem foreldrar fá fræðslu um skólakerfið og þá þjónustu sem það býður upp á.