top of page

FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ

Í fjölskyldum mótast alls kyns óskráðar reglur og mynstur sem hafa áhrifa á fjölskyldumeðlimi, bæði jákvæð og neikvæð. Fjölskyldumeðferð er vel til þess fallin að aðstoða fjölskyldur við að átta sig á reglum og mynstrum og vinna með það sem veldur erfiðleikum eða skapar vanlíðan. 

Fjölskyldan er sú eining sem hefur einna mest áhrif á persónulega þróun einstaklingsins. Innan hennar rúmast uppeldisaðferðir og aðstæður sem móta börnin og fullorðinsár þeirra. Fjölskyldumeðferð getur hjálpað einstaklingum að skilja betur þessa mótun með því að skoða fjölskyldusögu hans, aðstæður þá og nú og hvernig þessi saga hefur haft áhrif og hefur jafnvel enn í dag.

Í fjölskyldumeðferðinni leggur Anna Jóna áherslu á samskipti, að styrkja tengsl á milli fjölskyldumeðlima og efla einstaklinginn í að skilja og vinna með það sem hann tekur með sér úr fjölskyldunni, það er kynslóðaarfinn. Hún nálgast fjölskyldur og einstaklinga með samkennd, einlægum áhuga og vilja til að láta gott af sér leiða. 

Family at a Beach
bottom of page